Viðhald Austurríska Coupé vagnsins frá 1900

Málningarvinna hurðir og opnanlegir gluggar

Fyrri umferðin af grunninum en þær verða tvær

Seinni umferð grunnsins. Nú er bara að slípa og byrja með 120 sandpappír og 240 í seinni umferð!

Grunnurinn slípaður. Hurðirnar og opnanlegu gluggarnir tilbúnir fyrir málningu

Fyrsta umferðin af dökkbláu málningunni. Mér líst bara vel á. Ánægður með mig

Fyrsta umferð komin á flesta fleti. Ég vil hressa svolítið upp á útlit vagnsins og hafa opnanlegu glugganna með sama rauða litnum og neðri hluti hurðanna, yfirbyggingarinnar og Eintrjánna.

Önnur umferð kominn á en hér sýnist mér 3 umferðir vera lágmark! Sjáum til?

Síðasta umferðin af dökkbláa litnum. Fer að huga að því að mála þann rauða á panelinn á neðri hluta

Elska þennan rauða lit. Kontrastinn við dökkbláu rammanna í hurðunum á eftir að koma vel út

Fyrsta umferð rauða litarins á hurðapanellinn

Önnur umferð rauða litarins á hurðapanellinn

Fylgist með, lítið inn annað slagið!

Yfirlestur. yfirlestur.is

Texti: Friðrik Kjartansson 23 mars 2024

error

Njótið vefsins og deilið að vild :)

Follow by Email
YouTube
LinkedIn
Scroll to Top