Ekki nema 124 ár síðan þessi Askur var forunninn og fiffaður til svo hann gengi í þennan panel. Eins og sjá má eru sponsarnir ljósari á litinn en það er mjög eðlilegt vegna aldursmunar
Nánast búið að strípa alla málningu af úthliðinni, bara eftir innan í gluggarammanum.
Þá er það seinni hurðin. Viðgerð og málun.
Illa sprungið við húninn, en það er til bóta
Állistinn á eftir að fara af en hann lokar rifunni þeim megin sem snerillinn er á hurðinni
Slæm rifa bak við neðri lömina og hún verður að víkja í bili svo hægt sé að fræsa fyrir sponsum
Festi réttskeið á hurðina svo úrfræsið verði þráðbeint
Búið að fræsa með fræstönninni og næst er bara að smíða sponsanna og renna þeim í límið sitt
Lamaskrúfurna á efri löminni. Orginal
Orginal skrúfur. Allar skrúfur sem sjást eiga að vera svona annars er verið að brjóta gildi og hefðir.
Báðar hurðarnar komnar í viðgerð.
Þá fer að styttast í að báðar hurðarnar fari í grunnmálningu. En fyrst er að smíða opnanlega glugga sem renna niður í hurðina.