Vagnhurðin vinstra megin strípuð af járnum og gleri. Tilbúinn undir yfirhalningu, viðgerð á rifum og slípun er það fyrsta sem gera þarf
Ytra byrði neðri hluta hurðarinnar er Askur. Að ekki séu meiri sprungur koma út á 124 árum segir manni að menn hafi kunnað sitt fag, svo sem varðandi rakastig í viðnum og svo ekki sé nú talað um sveigjuna sem var framkvæmd með gufuhitun
Meira mæðir á hurðinni að framan þar sem húninn er, en samt ekkert stór mál
Hér sjáum við svo í endatré á ytra byrðinu sem er Askur. Rauða og guli listinn á hurðinni lokar yfir rifu hurðarinnar að framan og er úr áli
Skrúfurnar þurfa að endurnýjast
Listi úr áli til yfir fellingar á hurðabilinu. Snerillmegin á hurðinni. Þótt listinn sé úr áli getur alveg verið að hann sé frá uppruna vagnsins því um 1900 var búið að finna upp ál
Fræstönnin kominn í fræsarann og tilbúinn
Úrrek notað til að reka gömlu naglanna niður um 2/3 af þykktinni í panelnum svo fræsara tönnin fari yfir naglann
Þá er búið að fræsa upp fyrstu rifuna
Nota fínt sparsl í botninn til að loka fyrir að límið þrýsti sér niður í hurðar ramman en þá límist panellinn við og skemmir hreyfinguna og panellinn rifnar fljótlega
Búinn að saga út Sponsanna til að renna í raufarnar með lími og þeir eru úr Ask eins og hurðin
Allar rifur uppfræstar og tilbúið að stinga Sponsunum í þegar búið er að sparsla botninn í rásunum
Nýir naglar við hlið gömlu til frekari styrkingar. Bora fyrir nöglunum 2/3 til að þeir myndi ekki spennu og eða sprengja meira panelinn
Tveir Sponsar komnir á sinn stað og límdir