Nöfin smíðuð sept ´20

Rennsli Navanna

Þá er að byrja að renna. Ég nota ,,Skælarann” til að renna nota bara frekar sterka skrúfvél sem motor. En ég er að skipuleggja að tengja ,,Skrælara-rennibekkinn við úttak á sambyggðu vélinni svo ég losni við að hlaða vélina (á ekki snúruvél með bakki of afslætti) en nóg um það í bili.

Hér er ég búinn að renna fyrir járngjörðinni (Naf-bandið) framá Nafið. Ef vel er að gáð á myndinni fór ég 2 mm of djúpt af því að ég var of rennsils-glaður. En maður verður að gá að sér því það er svo fljótt að koma í mál, sem ekki má fara yfir ef halda á sannri eftirlíkingu af hlutnum.


Svona lítur svo ,,Skrælara-rennibekkurinn út, ekki dýr, kannski 19,000 kr með legum og öxli. En ég er nú samt með það í huga að fá mér nýjan rennibekk, en ekki alveg tímabært. Til að fá meiri stuðning nota ég í þetta skipti lengri gerðina af Pílára og þvinga stuðninginn við innri brúnina á kassanum.


Hér er ég kominn vel á veg með að forma út-endan á Nafinu en á samt eftir að forma upphleypta rönd sem á að taka við járngjörðinni (the Hub band, the Nave band) sem stop þegar gjörðinni er þrýst upp á. Sést á næstu mynd. Daufa blífant-strikið er ytri brún á staðsetningu Píláranna (the Spokes)


Hér gerðist smá óhapp en ég þrýsti of fast á rennijárnið eða notaði ekki rétt járn; líklegast er að járnið hafi ekki bitið nógu vel. Svo getur verið að Askurinn sé of gróf-víaður, til að nota í Naf rennsi? En í öllu falli þá sjáum við vel upphleyptu röndina sem tekur við Naf bandinu þegar það er sleginn/þrýst upp á.


Hér sést svo prófíllinn á ytri enda Nafsins (the Hub)


Hér er ég búinn að skipta keflinu og taka annað Navið á lengd og líka er komið ,,sæti” fyrir innra Naf bandið. Ef engin Naf bönd koma á Nöfin, þá koma þau til með að rifan meðan legu-slífin er þrýst í og ef Nafið springur ekki í þeirri aðgerð þá bara seinna þega maður er úti að rúnta. Svo það er betra að vanda sig við að ganga frá þeim. (the Hub/Nave band) Naf böndin eru að sjálfsögður hitaðar í rauðglóandi og smellt á sinn stað og svo snöggkældar með vatni.


Hér er svo Nafið fullrennt en eftir er að snurfusa það með sandpappír og náttúrlega saga það frá hinu Nafinu og svo bora fyrir Pílárunum. Spennandi tími framundan.


Vissara að merkja vel hvar Pílárarnir eiga að koma þegar svona rookie Vagnasmiður er í framkvæmdum 🙂

error

Njótið vefsins og deilið að vild :)

Follow by Email
YouTube
LinkedIn
Scroll to Top