Í dag byrjaði ég að smíða nöfin (the nave, the hub´s). Ég veit að þetta er krefnandi og biður um alla þá þekkingu og athygli sem ég sem smiður á að búa yfir. En ég tek þessu samt ekki of alvarlega vegna þess að þetta er fyrst og fremst gaman, að skapa og vita að það er að verða til ,,Listaverk” í mínum höndum. Ég er þakklátur fyrir að geta veitt mér að gera það sem mér finnst bæði gaman og fræðandi.
Þá er að velja Ask 2 ja tommu. og líklega þrjár breiddir. Ég ætla að hafa tvö ná í sitt hvorum blokkunum sem ég lími svo saman. Nöfin (the nave) bæði framan og aftan eru jafn löng eða 190,5 cm (7 1/2″) en aftur nafið er 168,275 cm (6 3/8″) á þykkt en það fremra er 165,1 cm (6 1/2″)
Heimildir: Brewser Scrapbook
Þá er að rétta efnið af og passa að það ,,ruggi” ekki horna á milli, sé líka þrjáðbeint svo það falli saman eins og þykk bók sem skellt er saman allt rennislétt og hreint. Þetta eru breiðustu stykkin eða 20,5 cm en það þarf þá breidd í miðjustykkin sem verða tvö saman í miðju Nafsins.
Allt á að falla saman þegar búið er að afrétta og þykktarhefla. Þykktin skiptir ekki öllu máli heldur að hreinsa vel báðar hliðar svo allt sé hreint og slétt.
Hér er svo ein mynd af þykktarhefluninni en ég er heppinn að breiðasti búturinn rétt sleppur í gegn um þykktarhefilinn.
Þessi búnki bíður í sólarhring eftir því að ég lími hinn bunkann. Það er það sem mælt er með í lokuðum tíma á líminu. En ég á ekki nógu margar stórar þvingur á báða staflanna. Hér sést vel þær þrjár breiddir sem ég nota til að nálgast sem mest hringin á sívalningnum (Navinu)
Þarna eru báðir búnkarnir komir afréttir og þykktarheflaðir. Nú er bara að láta allan kjarnavið snúa út, vegna þess að þá ver viðurinn sig betur gegn náttúruöflunum.
Límið kemur frá henni Ameríku (sem er ekki umhverfisvænt. það er að segja að kaupa ekki innlent) en eiginleikarnir eru allir fyrir hendi í þessu lími og því má bæta við að hann Dave í Montana notar ekkert annað og það er nógur gæðastuðull fyrir mig. Það má mála yfir það, það verður ekki alveg gler-hart; sem er gott í svona verkefni, það límir tau og það límir saman járn og tré svo eitthvað sé nú sagt um eiginleikana. Svo er opnunartíminn 30 mínútur sem er bara fínnt og lokunartíminn 12 til 24 tímar sem er líka fínnt þegar ekki er verið brjálæðislega að flýta sér en ég reyni að láta gæðin ganga fyrri og þess vegna kaupi ég ekki það ódýrasta eða innlent bara af því það er innlent, eiginleikarnir skipta mestu máli.
Límið er borði á báða fletina (að hætti Dave í Montana) með pensli (Dave ber það á með lítilli sköfu gerða úr járnsagarblaði ). Svo um leið og ég set saman stykkin stikka ég nöglum létt í hvert og eitt stykki til að það skríði ekki til í límingunni, en þetta margborgar sig og sparar mikið af pirring við að slást í að fá hlutina til að hætta að ,,synda” í líminu. Svo sjáið þið árhringina væntanlega. Kjarninn vísar þanning að yfirborðið verður sem þéttast og sterkast. Númer 1 er að passa að ekki komi korn eða hnökrar á fletina áður en þeir eru ,,keyrðir” saman.
Hér er svo búið að loka á límið og þvinga allt í botn. Nú bíður þessi bara í 12-24 tíma. Ég læt þetta líklega bíða í 24 tíma. Það er þjóðráð að stikka nagla í endana beggja mengin því það er lítið mál að ganga frá þvingunum þegar búið er að stafla efninu; það ,,syndir” ekki af stað í líminu.
Þá er þetta orðið gott í þessum verkhluta í dag. Munið eftir að skrá ykkur á póstlistan með því að smella á rauða takkan á forsíðunni og þið fáið smá glaðning í rafpósti annað slagið. Takk fyrir sýndan áhuga í dag.
Búinn að merkja hringinn 190,5 mm. Ummál sívalingsins sem á að verða Naf, reyndar tvö nöf (hub´s) þar sem náið er mest að ummáli. Rennist niður á báðum endum með tilheyrandi skrautrennsli allt eftir bókinni. Einhverstaðar í breyttist ummál nafanna úr 168,273 mm og 165,1 mm í, 190 mm en það er lengd hvers einasta nafs, bæði aftan og framan. Ok hægt að gera meiri vitleysu en ég er að spandera óþarlega miklu efni í staðinn fyrir fimm blokkir hefði verið nóg að nota fjórar. Enginn er fullkominn!
Nærmynd af hringnum. Stykkið sem ég límdi fyrst saman, er samt merkt no 2. Hér sést hverning ég læt árhringina snúa, bar mín sérviska; sjáum til hvernig það kemur út.
Hér er svo seinna stykkið komið í límingu og verður í 24 tíma.
Þetta er það sem ég sá extra við þessa bandög að geta stillt borðið á gráður.
Svo prófaði ég að saga og fór varlega, en það gekk ekki; líklega er sögnin of lítil fyrir þessa stærð af verkefni eða ég ekki með rétt blað (Nýtt blað komið í ) Núna veit ég hvað var að þarna, ég þarf að stilla borðið á söginni vinkillt við sögunar stefnuna og vinkill upp líka. Alltaf að læra, hef ekki notað svo mikið bandsög áður.
Hér hætti ég, þorði ekki lengra, fannst þetta of mikil raun eða áreynsla fyrir mína heitt elskuðu nýju bandög og tók til annarra ráða. Sjá næstu mynd.
Gamla sambyggða vélin mín frá Samhjálp, bjargar málunum enda er kallinn ekkert að gefast upp nei frekar spenntur að halda áfram þegar gefur.
Núna er rosalega spennandi og skemmtilegur tími framundan í að vinna nöfin niður í rétt ummál áður en þau fara í rennibekkinn og hin eiginlega mótun á þeim hefst. Muna svo eftir að skrá sig á póstlistan: Rauði takkinn á forsíðunni 🙂
Áfram veginn Saga og saga.
Og svo er að saga!