Leigusamningur

Skilmálar leigu á lyftu skráningarnúmer: VL2714 af Friðriki Kjartanssyni

1. Hugtakið,, búnaður” merkir eftirleiðis hvers konar vélar, tæki, verkfæri og annað það sem leigusali Friðrik Kjartansson kt: 100264-2699 býður viðskiptavinum sínum til leigu á starfstöðvum sínum og með heimakstri.

Skyldur leigusala:

2. Leigusali afhendir leigutaka VL2714 í góðu og nothæfu ásigkomulagi.

3. Leigusali setur sem skilyrði að hann annist allan flutning lengri en á milli bygginga á 1000 fermetra svæði eða byggingarsvæði.

Skyldur leigutaka

4. Leigutaka ber við afhendingu að kynna sér ástand þess búnaðar sem hann tekur á leigu.

5. Leigutaka ber að kynna sér rétta notkun og meðferð þess búnaðar sem hann hefur á leigu.

6. Á leigutímabilinu ber leigutaka að annast allan tilfallandi rekstur og jafnframt sinna öllu tilfallandi viðhaldi á þeim búnaði sem hann hefur til leigu hjá leigusala. Leigutaki skal m.a. standa straum af eldsneytiskostnaði, kostnaði við smurningu og vegna þrifa á búnaði. Þá skal leigutaki m.a. annast losun vatns af vatnskældum búnaði til að sporna við frostskemmdum og hlaða rafknúinn búnað áður en rafgeymar tæmast. Viðhald á búnaði skal fara fram í samráði við leigusala.

7. Leigutaki ber hlutlæga ábyrgð á öllu því tjóni sem kann að verða á búnaði sem hann hefur leigt af leigusala og stafar af rangri eða ógætilegri notkun á búnaðinum og verður ekki rakið til eðlilegs slits á búnaði. Viðgerðarþjónusta leigusala framkvæmir mat á því hverju sinni, hvort tjón stafi af rangri eða ógætilegri notkun á búnaðinum og verði ekki rakið til eðlilegs slits á búnaði. Um tjónaálag vísast til 29. gr.

8. Leigutaki skal sýna fyllstu aðgæslu við notkun og meðferð þess búnaðar sem hann hefur á leigu hjá leigusala. Þá skal leigutaki fylgja ákvæðum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum í hvívetana, sem og stjórnvaldsfyrirmælum gefnum út á grundvelli laganna. Sér í lagi:

  • Reglugerð nr. 729/2018 um röraverkpalla
    • Reglugerð nr. 367/2006 um notkun tækja.

9. Leigutaki skal tryggja, svo sem honum er framast unnt, að búnaður sem hann hefur á leigu hjá leigusala sé ekki útsettur fyrir þjófnaði, tjóni eða öðrum skakkaföllum.

10. Leigutaki ber fulla ábyrgð á því fjárhagslega tjóni sem leigusali kann að verða fyrir ef búnaði er stolið úr vörslu leigutaka, eða ef búnaður glatast af öðrum orsökum. Leigutaka ber að greiða að fullu andvirði búnaðar sem glatast með þeim hætti sem að framan segir. Þá ber leigutaka einnig að greiða leigugjald samkvæmt gjaldskrá, allt þar til hinn glataði búnaður hefur verið að fullu bættur.

11. Glatist búnaður að hluta, fer um þann hluta samkvæmt 10. gr.

12. Leigutaka er með öllu óheimilt að framleigja búnað sem hann hefur á leigu hjá leigusala eða lána hann þriðja manni nema að fengnu skriflegu leyfi leigusala.

13. Það fellur alfarið í hlut leigusala að annast flutning á þeim búnaði sem hann hefur leigt til leigukaupa. Gildir þetta jafnframt um flutninga frá og til starfsstöðva leigusala, sem og aðra flutninga á milli verkstaða, starfsstöðva eða geymslusvæða leigutaka á leigutímabilinu. Leigusali er einn ábyrgur fyrir búnaði meðan á flutningi stendur. Ef leigukaupi flytur búnaðinn milli byggingasvæða er hann alfarið ábyrgur fyrir öllu tjóni sem af því hlýst, Sjá grein 3.

14. Leigutaki skal bera allan kostnað sem kann að falla til vegna flutnings á búnaði. Víkja má frá þessu ákvæði með samkomulagi á milli leigusala og leigutaka. Slíkt samkomulag skal starfsmaður leigusala staðfesta með áritun sinni á samningseyðublaðið.

Leigutímabil

15. Tímabil leigu hefst við undirritun leigusamnings og lýkur þegar undirrituðum leigusamningi lýkur. Leigusali ber ábyrgð á að sækja hið leigða tæki sbr. 3. gr. Leigugjald samkvæmt verðskrá reiknast til samræmis við lengd leigutímabils.

Leigugjöld, önnur gjöld og innheimta:

16. Leigugjöld sem og önnur gjöld fyrir hvers kyns vörur og þjónustu, ákvarðast samkvæmt gjaldskrá leigusala (Friðrik Kjartansson kt: 100264-2699) hverju sinni.

17. Leigusali áskilur sér rétt til að binda leigu á búnaði því skilyrði að leigutaki greiði leigusala innborgun til tryggingar greiðslu leigugjalds. Í gjaldskrá leigusala getur að líta upplýsingar um hvaða búnaður sé bundinn framangreindu skilyrði um innborgun. Fjárhæð innborgunar ákvarðast samkvæmt gjaldskrá leigusala hverju sinni og er leigutaka einvörðungu heimilt að greiða hana með greiðslukorti eða sambærilegum greiðslumiðli, sbr. 16. gr.

18. Innborgun samkvæmt 17. gr. er leigutaka skylt að greiða að fullu við undirritun leigusamnings. Greiði leigutaki ekki innborgun við það tímamark, í þeim tilvikum sem honum er það skylt, kemst bindandi leigusamningur ekki á. Leigusali áskilur sér rétt til að falla frá þessu ákvæði ef sérstaklega stendur á. Viðskiptamenn í reiningsviðskiptum við leigusala eru undanþegnir innborgunarskyldu samkvæmt ákvæði þessu.

19. Leigusali áskilur sér rétt til að innheimta leigugjald með útgáfu reiknings á hendur leigutaka nái leigutímabil yfir næstu mánaðarmót frá upphafi leigutímabils, enda hafi leigutaki haft búnað á leigu í tvær vikur (14 daga) hið minnsta við mánaðarmót. Þá áskilur leigusali sér rétt til að gefa út reikning samkvæmt gjaldskrá eða samningi við leigutaka um hver mánaðarmót upp frá því tímamarki sem að ofan greinir, allt þar til leigutaki skilar búnaði aftur í vörslu leigusala. Þegar leigutaki skilar búnaði aftur í vörslu leigusala. Þegar leigutaki skilar búnaði sem hann hefur greitt leigugjald af mánaðarlega aftur í vörslu leigusala skal hann staðgreiða það leigugjald sem stendur út af frá síðustu mánaðamótum, allt til skiladags, samkvæmt gjaldskrá eða samkomulagi hans við leigusala.

20. Sé leigutaki í reikningsviðskiptum við Friðrik Kjartansson er mánaðarlegt leigugjald samkvæmt 19. gr. fært í reikning hans nema sérstaklega sé samið á annan veg. Slíkt samkomulag skal starfsmaður leigusala staðfesta með áritun sinni á samningseyðublað. Þá er leigutaka sem er í reikningsviðskiptum við Friðrik Kjartansson heimilt að staðgreiða þann hluta leigugjalds sem greint er frá í 18. gr. Að öðrum kosti verður umrætt gjald fært í reikning leigutaka við næstu mánaðarmót upp frá því.   

21. Reikningur sem gefinn er út samkvæmt ákvæðum skilmála þessa skal gjaldfærður ekki síðar en seinasta virkan dag hvers mánaðar. Gjalddagi reiknings er fyrsta virka dag næsta mánaðar. Reikningurinn fellur á eindaga að tuttugu dögum liðnum frá gjalddaga. Frá því að reikningur fellur á eindaga að tuttugu dögum liðnum frá gjalddaga falla á hann dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, allt þar til hann hefur verið að fullu greiddur. Ákvæði L. kafla laga nr. 38/2001 gilda fullum fetum um útreikning og innheimtu dráttarvaxta samkvæmt ákvæði þess.

22. Leigutaki sem hefur greitt leigusala bætur vegna búnaðar, sem af einhverjum sökum var ekki skilað í vörslu leigusala við lok leigutímabilsins, sbr. 10. gr., á rétt til endurgreiðslu sem nemur fjárhæð þeirra bóta sem hann hefur greitt leigusala. Leigusali áskilur sér rétt til að innheimta leigugjald fyrir tímabilið frá því að ofangreindar bætur voru greiddar, allt þar til umræddum búnaði hefur verið skilað aftur í vörslu hans. Um innheimtu leigugjalda, sem og annarra gjalda, samkvæmt ákvæði þessu fer eftir 19. gr.

23. Um reikningsviðskipti samkvæmt skilmálum þessum gilda almennar reglur og skilmálar Friðriks Kjartanssonar um reikningsviðskipti.

24. Gjaldskrá leigusala kann að taka breytingum á leigutímabilinu. Áskilur leigusali sér rétt til að innheimta leigugjald samkvæmt gjaldskrá eins og hún liggur fyrir hverju sinni.  

Almenn ákvæði:

25. Leigusali ber enga ábyrgð á líkams- eða munatjóni sem leigutaki eða þriðji maður kann að verða fyrir og orsakast af notkun, meðferð eða flutningi á búnaði sem leigutaki hefur undir höndum á leigutímabilinu. Þá ber leigusali enga ábyrgð á afleiddu tjóni, til að mynda tekjutapi vegna verkstöðvar, sem rekja má til bilunar í búnaði eða annarra sambærilegra orsaka.

26. Leigusali áskilur sér rétt til að kanna ástand búnaðar sem hann hefur leigt út, hvenær sem er á leigutímabilinu, með hæfilegum fyrirvara. Leigusali skal þó ekki gefa minna en fjögurra (4) klukkustunda fyrirvara.

27. Standi leigutaki ekki skil á greiðslum leigugjalds eða annarra tilfallandi gjalda sem getið er um í skilmálum þessum eða gjaldskrá leigusala, eða vanefnir samning þennan með öðrum hætti, áskilur leigusali sér rétt til að endurheimta þann búnað sem leigutaki hefur í vörslum sínum. Að beiðni leigusala skal leigutaki afhenda leigusala búnaðinn án tafar, enda þótt ágreiningur sé uppi á milli aðila. Sé leigutaka ekki fært að skila búnaði að ósk leigusala er honum skylt að gera nauðsynlegar ráðstafanir svo leigusali geti með góðu móti nálgast búnaðinn. Allur kostnaður sem kann að falla til vegna aðgerða samkvæmt ákvæði þessu kemur í hlut leigutaka. Endurheimt leigusala á búnaði leysir leigutaka ekki undan efndaskyldu samkvæmt skilmálum þessum.

28. Leigusali mælist eindregið til þess að leigutaki, eða umboðsmaður hans, sé viðstaddur afgreiðslu og skil á þeim búnaði sem hann tekur á leigu. Framangreint á sér í lagi við þegar búnaður, t.a.m. verkpallar, er afgreiddur ósamsettur í nokkrum hlutum, sem leigusali telur út við afgreiðslu. Leigusali ábyrgist að búnaður sé rétt talinn og ber honum að halda utan um skráningu á ósamsettum búnaði við útleigu og skil. Með fjarveru sinni fyrirgerir leigutaki rétti sínum til að gera athugasemdir við afgreiðslu á búnaði.

Tjónaálag:

29. Með greiðslu tjónaálags sem nemur 10% af leigugjaldi, getur leigutaki leyst sig undan ábyrgð á tjóni sem kann að verða á búnaði, sbr. 7. gr.  Leigutaki ber þó ávallt (…..)% sjálfsábyrgð á heildarfjárhæð bóta sem greiddar eru á grundvelli 7. gr. samþykki leigutaka:

Samþykki leigutaka:

30. Leigutaki hefur kynnt sér skilmála þessa og samþykkir þá með undirskrift sinni.

Hér að neðan er annað form sem þarf að undirrita líka við leigutöku!

Friðrik Kjartansson 100264-2699

Sandgerði 11, 825 Stokkseyri

Leigusamningur

Kennitala: 00000000Notkunarstaður 
Jón jónsson  Samningsnúmer:
Bryggjunni11 Stokkseyri825 Upphaf samnings Dags. Afgreitt
Deild  Áætl. skiladagur
Verk:  Beiðni no: Pantað af
Leiguverðflokkur Bravi #1

Vörunúmer                       Skrá. No    Vörulýsing      Magn      6 kls     1 dagur 24 t 2 dagar      3 dagar      Vika         Aukadagur

Bravi Leonardo #1             VL2714     Rafm. Lyfta            1    5.850           7.800       15.600       23.500       39.000         4.350    

Akstur / flutningur

Undir 150 km                    KDF29      40 kr per km

Akstur / flutningur yfir

150 km                             KDF29      30 kr per km

Hálfur dagur, 6 kls / heill dagur, 24 kls – Öll verð að ofan eru m/vsk. Leiguskilmálar eru órjúfanlegur hluti leigusamnings þessa, vegna VL2714 ATH. Heilsdagsleiga reiknast fyrir útleigu umfram 6 kls. Óháð opnunartíma. Sérreglur gilda á hátíðisdögum.

Leiguvörur í flokknum ABCD og EHFG eru með lámarksleigu 10 daga

Sjá nánar í leiguskilmálum og nánari skýringar á verðskrá á www.braviinnanhússlyftan.net; sem er hluti þessa leigusamnings

Undirritað:Dagsetning
Nafn í bókstöfum: 
  

Vinsamlegast skilið tækjunum/vörunum hreinum, að öðrum kosti er þrifagjald


error

Njótið vefsins og deilið að vild :)

Follow by Email
YouTube
LinkedIn
Scroll to Top