Fram kemur á fræðisíðunni minni www.hestvagnasetrid.org að Hnota (Hickory) sé besta efnið í hestvagna, en í dag er það Askur. Hnota er ævintýrilega dýr; það er að segja ef hún fæst sem ég efast um (líklega búið að friða hana sumstaðar).
Þessi Askur kemur líklega frá Pensilvaníu í U.S.A. og ég pantaði hann í janúar eða febrúar hjá Efnissölunni á Smiðjuveginum og fékk frábæra þjónustu og staðgreiðsluafslátt, eins fékk ég frábærar mótökur og léttleikinn og grínið leikur við menn þar.
Lengdin er 2,45 metrar og ég gat þess vegna flutt þetta sjálfur að vísu í 3 ferðum en á rafmagni að mestu. þykktin er 2 tommur og 1 tomma og breiddirnar eru 10 – 20 cm. +
26 maí 2020 kom 2 sending askur
3 sendingin af Asknum fór upp undir rjáfur til að býða í mánuð að aðlagast mínum loftraka og aðstæðum
Hér á háalofti bílskúrsins fær svo Askurinn að hvíla þar til ég breyti honum í listaverk.